Gestabók

Skrifa í Gestabók

  • Skráðir notendur gefi upp notandanafn og lykilorð efst á síðunni og skrifi svo færslu í reitinn hér að neðan. Gestabókarfærslan birtist strax.
  • Óskráðir notendur geta einnig skrifað færslu, en verða beðnir um nafn og netfang eftir að smellt er á "Senda". Þeir fá staðfestingarslóð senda í tölvupósti og þurfa að smella á hana til að gestabókarfærslan birtist.

Gestir:

Benedikt Kaster Sigurðsson

Kosningar

Kosningar í nánd, skoðanakannanir hrannast upp og fjölbreyttar raddir heyrast úr þjóðfélaginu. Ný kosningalög tóku gildi 1. janúar 2007. Tilgangur laga þessara var að kveða á um fjárframlög til stjórnmálasamtaka og stjórnmálastarfsemi, draga úr hættu á hagsmunaárekstrum og tryggja gagnsæi í fjármálum. Markmið laganna var að auka traust á stjórnmálastarfsemi og efla lýðræðið. Árlega er úthlutað fé úr ríkissjóði til starfsemi stjórnmálasamtaka sem fengið hafa a.m.k. einn mann kjörinn á Alþingi eða hlotið hafa a.m.k. 2,5% atkvæða í næstliðnum alþingiskosningum samkvæmt ákvörðun á fjárlögum hverju sinni. Fjárhæðinni skal úthlutað í hlutfalli við atkvæðamagn. Nú skildi maður ætla að á þessum tímum þar sem skoðanakannanir sýna það að allt að 40% fólks virðist vera óákveðið hvað það ætli að kjósa í næstu kosningum að nýjir stjórnmálaflokkar sjái möguleika til framboðs. En eru þessi lög sanngjörn? Bera þessi lög þess merki að við teljum okkur búa við lýðræði og jafnræði? Svar mitt við báðum þessum spurningum er neitandi. Hvers vegna? Nýtt framboð þarf að uppfylla allar þær sömu kröfur og þeir flokkar sem nú þegar sitja á Alþingi, sem er að sjálfsogðu rétt. En það þarf að afla fjár til að standa í kosningabaráttu og koma nýjum flokki á fót. Hvar fást peningar fyrir nýtt framboð? Það hlýtur að vera mjög erfitt að afla fjár hjá fyrirtækjum og einstaklingum eins og staðan er í dag. Nú eru lögin þannig úr garði gerð að árlega eru veitt framlög úr ríkissjóði til þeirra stjórnmálaflokka sem nú þegar sitja á þingi samkvæmt ákveðnum reglum þ.e.a.s. að stærsti flokkurinn fær mest og svo koll af kolli. Hvernig má það vera að lögum sem ætlað er að auka gagnsæi skuli vera þannig úr garði gerð að nýr flokkur sem hugsanlega gæti komið mönnum á þing þarf að sitja undir því að vera hugsanlega gerður tortryggilegur vegna þess að hann hefur þurft að sækja allan sinn fjárhagslega styrk til almennings og fyrirtækja? Hvers vegna hafa allir þeir flokkar sem hafa aflað sér rétt til að bjóða fram ekki sama rétt? Ég hef mikið reynt að leita eftir skoðunum þingmanna á þessu, skrifað mörgum bréf en fátt hefur verið um svör og ef þau koma af sjálfsögðu farið í flæmingu undan einföldum spurningum sem ég hef lagt fyrir viðkomandi. Tók mig þess vegna til og reyndi að hringja í c.a. 20 þingmenn. Loksins svaraði einhver og það var Katrín Júlíusdóttir. Hún útskýrði fyrir mér að það hefði hreinlega ekki gengið að flokkar væru að hengja sig á einstök fyrirtæki eða einstaklinga og öfugt það gæti skapað tortryggni. Svo væri líka gríðarlega dýrt að halda úti flokksstarfi um allt land. Svo mörg voru þau orð. Já það er allt í lagi að "nýji" flokkurinn sé gerður tortryggilegur hugsaði ég með mér? Jú það geta nú víst allir séð ársreikniga allra flokka og séð hverjir eru að styrkja og í hverju kostnaður flokkana felst. Árlega skal nefnilega skila ársreikning samkvæmt lögum. Það virðast þó ekki allir flokkar gera sér grein fyrir því vegna þess að ekkert bólar enn á ársreikningum Sjálfstæðisflokks né Framsóknarflokks fyrir árið 2007!!! 12. gr. Viðurlög. Hver sem af ásetningi eða stórfelldu gáleysi brýtur gegn ákvæðum laga þessara skal sæta fésektum, en alvarleg brot geta varðað fangelsi allt að sex árum. Að mínu mati ættu allir að sitja við sama borð þegar kemur að kosningum. Við gefum okkur jú út fyrir að vera lýðræðisríki. Mín tillaga, ein ákveðin upphæð sem veitt er til stjórnmálaflokka deilt með fjölda þeirra sem hafa aflað sér rétt til framboðs og uppfylla öll skylirði. Eða alls engin framlög. Burt séð frá flokkunum sjálfum, atkvæði gilda mismikið eftir búsetu. Það þarf ekki að færa rök fyrir þessu, öllum er þetta ljóst. Eitt kjördæmi hlýtur að vera eina sanngjarna leiðin til að jafna atkæðisrétt og um leið þyrftum við ekki að vera með ákvæði um lágmarsstuðning til að koma manni á þing. Einfaldlega deila kosningabærum mönnum með fjölda þingmanna. Jafnræði? NEI Lýðræði? NEI Flokksræði? JÁ Með kveðju Benedikt Kaster.

Benedikt Kaster Sigurðsson, lau. 14. feb. 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband