23.3.2009 | 21:40
Harmar að hafa tekið við
Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, segist harma þau mistök sem urðu þegar flokkurinn tók við fjárframlögum frá Neyðarlínunni. Spurt er? Hringdi einhver fyrir hönd Sjálfstæðisflokkins í Neyðarlínuna og bað um styrk eða hringdi Neyðarlínan í Sjálfstæðisflokkinn? Hver svaraði fyrir Neyðarlínuna ef það var hringt í þá? Var þetta neyðartilvik? Mér sýnist á taprekstri flokkana að svo hafi verið, þannig að þetta framlag var fyllilega réttlætanlegt og vonandi hefur þetta hjálpað eitthvað til. Kveðja Benedikt Kaster, p.s mig vantar pening ó já ég hringi bara í 112. Ég hélt svo að Neyðarlínan væri meira í því að svara en hringja:) |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.