4.5.2009 | 10:17
Sama sagan hér
Það er ekki að spyrja að rökfærslum LÍÚ frekar en fyrri daginn. Það er nú varla hægt að leggja að jöfnu uppboð lóða og aflaheimilda. Vona nú að þau verktakafyrirtæki sem töldu réttlætanlegt að kaupa lóðir í Grafarholti og byggja þar hafi ekki verið í sömu skuldasúpunni og mörg fyrirtæki innan LÍÚ. Hvers vegna? Ef þú fengir gefins lóð og myndir leigja hana til annars verktaka á mjög háu verði myndi væntanlega verktakinn sem fékk lóðirnar gefins hagnast umtalsvert. Sá sem leigir myndi taka áhættu til að reyna að halda rekstri sínum gangandi. Myndlýkingar sem þessar hljóta að vera flestum ljósar?? Endalaus úttekt getur ekki leitt til hagnaðar þegar fjárfest er í bönkum og öðrum undrafyrirtækjum Íslands eins og sjávarútvegsfyrirtæki hafa stundað hér um árabil. Ég er búinn að selja íbúðina mína og farinn að leigja, skildi ég hagnast eður ei?? Það kemur í ljós ég læt bara vita, en látiði mig vera!! |
Líkir uppboði afla við byggingastarfsemi í Grafarholti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.