Borgarstjórn er að skíta á sig.

Fyrirhugað áframhald á byggingu tónlistarhúss, fyrirhugaðar byggingar á Laugavegi og sennilega eitthvað meira miður gáfulegt sem mér er ekki kunnugt um er nú á framkvæmdalista borgarinnar.  Bara kostnaður borgarinnar við tónlistarhúsið á ekki eftir að verða undir 10 milljörðum!  Er ekki allt í lagi?  Eitthvað kostar svo að reka skrímslið.  Þetta er svo réttlætt með því að þetta skapar fólki atvinnu ok flott ég efa það ekki.  Samt helvíti miklu til kostað að mér finnst.

Ég bý í Grafarholti og þar hefur uppbygging íbúðarhúsnæðis gengið hratt fyrir sig, hér hinum megin í dalnum ekki eins vel.  Himinhátt lóðaverð var réttlætt á sínum tíma með því að fólk væri að greiða fyrir grunnþjónustu svo sem skóla, leikskóla og fleira væri inn í þessu lóðarverði.  Ég hef beðið spenntur eftir því að uppbygging íþróttasvæðis hér færi á fullt eða er það kannski ekki grunnþjónusta?

Mér hefur heyrst það á stjórnmálamönnum í gegnum tíðina að íþróttir séu góð forvörn og svo eins og flestir vita hafa allir gott af að hreyfa sig.  Ekkert bólar þó á þessu íþróttasvæði sem hér átti að rísa.  Ég hef reynt að leyta svara hjá borginni og hefur orðið aðeins ágengt.  Framkvæmdum við gerfigrasvöll sem átti að vera tilbúinn árið 2009 hefur verið frestað.  Unnið er að tillögugerð varðandi staðsetningu grasæfingasvæðis í Úlfarsárdal í samvinnu framkvæmda og eignasviðs og Fram.  Hönnun á íþróttahúsi er hafin en framkvæmdatími ekki ákveðin.  Vá bara allt að gerast.

Merkilegt að þessi svör passa engan vegin við þau gögn sem ég hafði áður aflað mér í gegnum heimasíðu Reykjavíkurborgar.  Þar er allt saman ákveðið með svæðið og framkæmdatími tiltekinn.  Hvers vegna skildi framkvæmd á áður umræddu svæði ekki vera í fastari skorðum en raun ber vitni?  Er þetta kannski ekki grunnþjónusta. 

Síðan að lokum vill ég ekki félag í mitt hverfi sem ekki getur staðið við skuldbindgar við lítið félag úti á landi nánar tiltekið Hvöt frá Blönduósi um greiðslu fyrir bikarleik sem fram fór í fyrrasumar. 

Kveðja Benedikt Kaster.

Stjórnarmaður í knattspyrnudeild Hvatar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

Benedikt Kaster!

Taktu ráði frá nýlegum bloggara - og tengdu pistla við fréttir - annars týnast þeir.

Hlédís, 28.3.2009 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband